Skilmálar

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög.

Viðskiptaskilmálar gilda um sölu á vöru frá Versluninni Bjarg á Akranesi til viðskiptavina. Þeir eru einnig stafestir af viðskiptavini við stafestingu á pöntun.

Upplýsingar um seljanda

  • Verslunin Bjarg ehf
  • Stillholti 14
  • 300 Akranesi
  • 591203-3710
  • Reikningsnúmer 0186-26-9000
  • VSK númer 81542
  • Sími 431-2007 / 893- 6607
  • Netfang: stillholt@simnet.is 

Pantanir í vefverslun

Verslunin Bjarg afgreiðir pantanir um leið og greiðsla hefur borist. Viðskiptavinur fær staðfestingarpóst á uppgefið netfang. Komi til að vara sé ekki til af einhverjum ástæðum fær viðskiptavinur tölvupóst og eða símtal og í sameiningu er fundin lausn sem hentar viðskiptavin.

Verð

Öll verð eru í íslenskum krónum.

Athugið að uppfærsla á verðum getur breyst án fyrirvara, allar vörur í versluninni bera 24% virðisaukaskatt, sem er innifalinn í verði.

Öll verð á heimasíðunni eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og áskilur Verslunin Bjarg sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp eða varan uppseld.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu. Allar kortafærslur fara í gengum örugga greiðslusíðu Valitor (valitor.is) sem hefur hlotið PCI DSS Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun. Verslunin Bjarg fær því aldrei kortaupplýsingar viðskiptavinar. Ef kaupandi vill frekar millifæra þá skal leggja inn á reikning hjá Versluninni Bjarg innan 12 klukkustunda frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þeirra tímamarka fer varan/vörurnar aftur í sölu.

Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer

Afhending vöru

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 dagar eftir að pantað er og greiðsla hefur verið móttekin. Viðskiptavinur getur valið hvort að hann vill fá vöruna senda.                                                                                    Varan er send til viðskiptavinar og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan hefur verið skráð hjá flutningsaðila.

Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 12.000,- kr.

  • Sending á næsta pósthús 1.080,- kr
  • Sending upp að dyrum 1.480,- kr.

Við bjóðum fría heimsendingu á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Pantanir viðskiptavina okkar á Akranesi eru keyrðar út samdægurs berist þær fyrir klukkan 18. Pantanir viðskiptavina okkar á Akranesi sem berast eftir kl 18 eru keyrðar út daginn eftir.

Vöruskil
Réttur til að skila vöru sem keypt er í vefverslun gildir í 14 daga frá móttöku vöru. Viðskiptavinur fær þá innleggsnótu eða endurgreiðslu. Við skil á vöru þarf greiðslukvittun að fylgja með og skilyrði er að varan sé í upprunalegum umbúðum. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar nema varan sé sýnilega gölluð eða rangt afgreidd.

Útsöluvöru er ekki hægt að skila fyrir endurgreiðslu en hægt er að skipta í aðra útsöluvöru.  

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Kvartanir

Verslunin Bjarg leggur sig fram um að veita framúrskarandi þjónusutgæði á faglegum og persónulegum nótum. Ef viðskiptavinur upplifir á einhvern hátt að hann sé ekki sáttur með kaup eða þjónustugæði þá hvetjum við hann til að hafa sambandi á netfangið stillholt@simnet.is eða í síma 431-2007.

Við lítum á allar ábendingar eða kvartanir sem okkar tækifæri til að bæta þjónustugæðin.